Færsluflokkur: Íþróttir

ÍA í sérflokki í 1. deild

ia2_1096825.jpgLið ÍA hefur staðið sig vægast sagt frábærlega í 1. deildinni í sumar og eru taplausir eftir 10 umferðir. Skagamenn hafa unnið 9 leiki og gert 1 jafntefli og af 30 stigum mögulegum hafa þeir 28 stig. Ótrúlegur árangur! Liðið hefur unnið alla útileiki fyrri umferðar með markatölunni 18:2 og tvisvar hafa þeir unnið leiki 6:0. Það er greinilegt að stórveldið ÍA stefnir hraðbyri í úrvalsdeild að nýju eftir fáein mögur ár í 1. deildinni. Gaman að sjá að "gamli maðurinn" Hjörtur Hjartarson er markahæstur í deildinni með 10 mörk í 9 leikjum. Og þótt ótrúlegt sé, ekkert af þeim eftir vítaspyrnur. Það er nú oftast sem markahæstu mennirnir eru með nokkrar vítaspyrnur, en þessi tíu mörk eru í öllum regnbogans litum. Skallamörk.. þrumuskot utan vítateigs osfrv. Gary Martin sem maður átti nú frekar von á því að væri markahæstur, hefur þó skorað 6 mörk. En hann hefur átt mikið af stoðsendingum og vinnur gífurlega vel fyrir liðið. Vörn liðsins er gríðarsterk með Pál Gísla milli stanganna. Hafa aðeins fengið á sig 4 mörk í sumar. Og meðal þeirra er 1 víti og síðan sjálfsmarkið í gær, þannig að óhætt er að segja að vörnin slær varla feilpúst. Glæsilegt lið og verður gaman að fylgjast með seinni hluta mótsins. Það er hæpið að þeir komist taplausir í gegnum tímabilið, en ef þeir spila áfram eins og þeir hafa gert er aldrei að vita. Næsti leikur gegn Leikni R, þann 12. júlí kl. 20:00 á Akranesvelli. Áfram ÍA !!! Bætt við: --------------------------------- ÍA sigraði Leikni R með 2 mörkum gegn engu. Mark Donninger skoraði bæði mörkin eftir undirbúiningsvinnu Gary Martin. Liðið taplaust í fyrri umferð með 10 sigra af 11 mögulegum. Magnað gengi hjá stórveldinu og eitthvað mikið þarf að gerast ef ÍA spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.
mbl.is ÍA heldur áfram sigurgöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband