ÍA í sérflokki í 1. deild

ia2_1096825.jpgLið ÍA hefur staðið sig vægast sagt frábærlega í 1. deildinni í sumar og eru taplausir eftir 10 umferðir. Skagamenn hafa unnið 9 leiki og gert 1 jafntefli og af 30 stigum mögulegum hafa þeir 28 stig. Ótrúlegur árangur! Liðið hefur unnið alla útileiki fyrri umferðar með markatölunni 18:2 og tvisvar hafa þeir unnið leiki 6:0. Það er greinilegt að stórveldið ÍA stefnir hraðbyri í úrvalsdeild að nýju eftir fáein mögur ár í 1. deildinni. Gaman að sjá að "gamli maðurinn" Hjörtur Hjartarson er markahæstur í deildinni með 10 mörk í 9 leikjum. Og þótt ótrúlegt sé, ekkert af þeim eftir vítaspyrnur. Það er nú oftast sem markahæstu mennirnir eru með nokkrar vítaspyrnur, en þessi tíu mörk eru í öllum regnbogans litum. Skallamörk.. þrumuskot utan vítateigs osfrv. Gary Martin sem maður átti nú frekar von á því að væri markahæstur, hefur þó skorað 6 mörk. En hann hefur átt mikið af stoðsendingum og vinnur gífurlega vel fyrir liðið. Vörn liðsins er gríðarsterk með Pál Gísla milli stanganna. Hafa aðeins fengið á sig 4 mörk í sumar. Og meðal þeirra er 1 víti og síðan sjálfsmarkið í gær, þannig að óhætt er að segja að vörnin slær varla feilpúst. Glæsilegt lið og verður gaman að fylgjast með seinni hluta mótsins. Það er hæpið að þeir komist taplausir í gegnum tímabilið, en ef þeir spila áfram eins og þeir hafa gert er aldrei að vita. Næsti leikur gegn Leikni R, þann 12. júlí kl. 20:00 á Akranesvelli. Áfram ÍA !!! Bætt við: --------------------------------- ÍA sigraði Leikni R með 2 mörkum gegn engu. Mark Donninger skoraði bæði mörkin eftir undirbúiningsvinnu Gary Martin. Liðið taplaust í fyrri umferð með 10 sigra af 11 mögulegum. Magnað gengi hjá stórveldinu og eitthvað mikið þarf að gerast ef ÍA spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.
mbl.is ÍA heldur áfram sigurgöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að sjá hve vel liðinu gengur. Undirbúningstímabilið gaf fyrirheit um gott gengi en ég held að enginn hafi látið sig dreyma um að vera taplausir eftir 10 leiki.

þetta er æði! :-)

Ingi (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: ThoR-E

Þeim gekk vel á undirbúningstímabilinu, vissulega. En ÍA hafði nú gengið líka vel undanfarin 2 ár og síðan þegar mótið byrjaði gekk hræðilega.

En nú er allt annað að sjá til liðsins. Koma Gary Martin til ÍA var eins og vítamínssprauta í liðið. Meira sjálfstraust og allt gengur upp.

Ég er handviss um að ÍA spili í deild hinna bestu á næsta tímabili enda eiga þeir heima þar.

Mín spá fyrir tímabilið var að ÍA og Selfoss færu upp.. en aldrei átti ég von á að sjá HK í neðsta sæti og án sigurs eftir 10 umferðir.

ThoR-E, 11.7.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband