Enn ein blekkingin hjá Sjálfstæðisflokknum

Aðilar innan Sjálfstæðisflokksins hafa að undanförnu reynt að blekkja kjósendur. Blekkingin fellst í því að þeir hringja í kjósendur, kynna sig og biðja þá um að strika yfir Árna Johnsen, hvort sem þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flokka. Semsagt að ef kjósandinn ætlar sér að kjósa Frjálslyndaflokkinn að þá biðja þessir aðilar hann um að strika samt út Árna Johnsen á lista Sjálfstæðisflokksins.

Það sem þeir láta ekki fylgja með er að ef kjósendur strika út frambjóðendur af lista einhvers annars flokks en þeir setja x við, að þá er seðillinn ógildur.

Þarna er vísvitandi reynt að blekkja kjósendur annara flokka í þeim tilgangi að fá þá til að gera seðil sinn ógildan.

Enn eitt dæmið um blekkingar Sjálfstæðisflokksins og innræti þeirra sem starfa fyrir FLokkinn. Eigi þeir skömm fyrir!

Ekki láta blekkja ykkur kjósendur. xxxxxxxxxxxxxxxxxxx Það er allt of mikið í húfi til að kjósa yfir sig spillta flokka sem hafa ítrekað logið að og blekkt kjósendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að 67% ætla að kjósa yfir sig hrunflokkana þrjá D- F- S.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: ThoR-E

Já það er ótrúlegt.

Eitthvað mikið að á þeim bænum.

ThoR-E, 25.4.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: ThoR-E

Þetta átti reyndar að vera D-B-S .. býst við að F-ið hjá þér hafi átt að vera Framsókn ;)

ThoR-E, 30.4.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svona fór þetta þá. Ekki dugði þeim svindlið blessuðum.  En við munum halda okkar striki Frjálslyndir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ránfuglinn kan alla "klækina" ég var sáttur við að kjósa "X-O" - Borgarahreyfinguna...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband