Færsluflokkur: Tónlist

Að taka "bjarnann" á þetta

Fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, hefur sent fjölmiðlum bréf með viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum, í leyfisleysi. Bréfið sem um ræðir fékk borgarfulltrúinn frá stúlku sem á í félagslegum erfiðleikum og nýtur þjónustu unglingaheimilis.  

Eitthvað virðast Íslenskir stjórnmálamenn eiga í vandræðum með tölvupóstsendingar til fjölmiðla þessa dagana. Fulltrúi Vinstri Galna sendi fjölmiðlum persónuupplýsingar.

bananaly_veldi_749960.jpgMín skoðun er að maðurinn eigi að segja af sér störfum samstundis. En við erum náttúrulega á Íslandi þar sem stjórnmálamenn gera ekki mistök, þannig að ég tel það vera mjög ólíklegt að hann geri það.

Það er gaman að búa í bananalýðveldi, eða þannig.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður Frjálslynda flokksins einn á móti eldsneytishækkun

Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.

„Þetta eru auknar álögur á almenning. Þetta hefur áhrif inn í verðtrygginguna og hækkar náttúrulega lánin," segir Grétar. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpi um hækkun áfengisgjalda, en er nú ekki viss um að það hafi verið rétt. „Ég sé satt best að segja hálf eftir því. Því það hefur áhrif á vísitöluna líka," segir Grétar og bætir við að hækkun áfengisverðs komi einnig illa niður á veitingastöðum og ferðaþjónustunni.
(visir.is)

Enn og aftur sést að Frjálslyndi flokkurinn er með hagsmuni hins almenna borgara að leiðarljósi.

Það væri gott ef fólk mundi muna það í næstu kosningum eða könnunum.

Við þurfum spillingaröflin burt, aldrei aftur Sjálfstæðisflokk/Samfylkingu í ríkisstjórn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband