Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Á að taka tóbak úr almennri sölu?

smoking_911033.jpgÉg hef skoðað ýmsar bloggfærslur við fréttir af þesssu máli, þar sem mis gáfulegar athugasemdir koma fram. Eitt það athyglisverðasta sem ég hef þar lesið er að við reykingafólkið kostum samfélagið svo mikið vegna þess að reykingafólk veikist oftar með tilheyrandi kostnaði.

Nú er ég ekki að mæla með reykingum eða neitt í þá áttina en ég hef (því miður) reykt frá því ég var 16 ára gamall og hef aldrei þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Hef reyndar ekki kvefast í 10 ár, en það er annað mál.

Það sem virðist gleymast í þessari umræðu er að reykingafólk borgar hér skatta eins og aðrir. Þannig að þeir sem nánast gráta vegna þess að þeir telja sig þurfa að borga fyrir sjúkrahúsvist reykingafólks ættu að skoða þetta aðeins betur. Fyrir utan það að pakkinn hefur hækkað úr 220 krónum og upp í 860 krónur á rúmum 10 árum. Eitthvað ætti það að skila í ríkiskassann?

Eins og ég segi, reykingafólk borgar hátt í helming af tekjum sínum í skatt alla sína ævi og það ætti nú örugglega að nægja til að borga fyrir sjúkrahúsvist ef viðkomandi veikist, hvort sem það er vegna reykinga eða ekki.

Ég verð nú bara að segja að mér finnst alveg merkilegt að reynt sé að hafa vit fyrir fullorðnu fólki með því að reyna að gera þeim erfiðara fyrir að nálgast þessa löglegu vöru. Er virkilega ekki nóg að búið sé að banna reykingar á öllum opinberum stöðum, kaffihúsum, veitingahúsum og börum o.s.frv. Og að tóbak er ekki sjáanlegt á neinum sölustöðum.

Tóbakið er falið í öllum sjoppum og verslunum þannig að ekki er hægt að segja að þetta "sé í andlitinu" á börnum og unglingum.

Þannig að þeir sem vilja að hætt verði að selja tóbak í verslunum og sjoppum á næstu árum og á endanum banna algjörlega almenna sölu tóbaks, að mér finnst rök þeirra ekki merkileg. Augljóst er að verið sé að reyna að hafa vit fyrir fólki, sem er forræðishyggja af verstu gerð.


mbl.is Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.