29.4.2010 | 16:31
Eldgosið og ímynd Íslands
Hverjar hafa afleiðingar bankahrunsins á ímynd Íslands og íslendinga orðið?
Á meðan eldgosið á Fimmvörðuhálsi var af mörgum kallað túristagos, var gosið undir Eyjafjallajökli af allt annari stærðargráðu. Flóð urðu og öskufall olli bændum í nágrenninu miklum skaða. Allavega einn þeirra hefur brugðið búi og flutti með fjölskyldu sína á brott. Óhætt er að segja að fjárhagslegur skaði hans, sem og fleiri bænda í nágrenni Eyjafjalla sé gífurlegur. En fleiri en íslenskir bændur hafa orðið fyrir skaða. Talið er að tap flugfélaga í evrópu sé mikið. Flugfélögin þurftu mörg að halda uppi farþegum sínum á meðan þeir voru strandaglópar og það segir sig sjálft að það er ekki ókeypis.
Þegar náttúruhamfarir eiga sér stað í einhverstaðar í heiminum verður oft mikil samkennd meðal fólks. Samúðarkveðjur berast og þjóðir heimsins bjóða fram aðstoð sína þegar þarf.
Gosið lokaði flugumferð í allri evrópu og tafði tugþúsindir ferðalanga með tilheyrandi pirringi og ergelsi fyrir þreyttra farþega.
Umræður um eldgosið og tafir á flugumferð voru algengar á netinu. Bæði blossuðu upp FaceBook síður um málið, eða þá að þar sem erlendir vefmiðlar leyfa athugasemdir við fréttir sínar urðu oft vægast sagt hressilegar umræður.
Mig langar til að setja hér inn smá af því sem ég hef rekist á. Þessar athugasemdir eru af FaceBook síðu sem telur c.a 5.700 manns og ber nafnið I hate Iceland. FBsíðan vísar til pirraðs einstakling frá Skotlandi sem eftir að hafa komist að því að fluginu hans seinkaði, tróð sér á milli ferðalanga sem voru í viðtali í beinni útsendingu og gólaði ég hata Ísland. En hér eru innlegg nokkurra einstaklinga sem virðast taka undir skoðun skotans.
Hægt er að sjá herlegheitin hér: http://www.youtube.com/watch?v=34mHZgP9vkc
Það má vera að eitthvað af þessu sé grín. En það er hinsvegar augljóst að margir þarna eru virkilega að meina það sem þeir segja.
wawwwwww you fucking icelanding mongs go jump off the volcano.
I HATE ICELAND AND THEIR SILLY LITTLE MEANINGLESS COUNTRY WHICH IS TOO HOT & COLD, SELLS OVERPRICED BEER HAS NO INTEREST OR EXPORTS APART FROM BJORK AND A SHITE FOOTIE TEAM. I HATE ICELAND !
I hate Iceland so bad.
Iceland! They can go to hell
In chile we hate Iceland for not letting me home to norway
where's the money from UK?Give it back to us you fucking Icelandic cunt!
Fu U ICELAND!!
FUCK FUCKING ICELAND FUCKERS
give us our money back iceland you bastards and that guy is a legend! Haha
I hate Iceland
Nienawidzę Islandii
Je déteste l'Islande
Is fuath liom an Íoslainn
איך האַס יסעלאַנד
Eu odeio a Islândia
Odio a Islandia
everyone in iceland is a cunt
nae fuckin volcano is spoilin my holiday, away an fuck urself iceland!!! av got my dingy for back up!
GO TO FUCKING HELL ICELAND, AND GET A GRIP' ON YOUR FUCKING ISLAND...
Icelandicks
Iceland is just a piece of c.ap and their scientists are worth f.uck
iceland can suck ma dick
Þessi er farinn að framleiða I Hate Iceland boli á aðeins £ 8.90
Mark Wright http://thewrightdesign.spreadshirt.co.uk/men-s-classic-t-shirt-A12505064
Á þessari síðu eru margir íslenskir notendur sem skjóta hörðum skotum á marga af þessum kjánum og gera grín af þeim. Ég persónulega varð mjög pirraður við að lesa margt þarna. Sérstaklega þær athugasemdir þar sem einhver segir "þessum íslendingum" að borga til baka því sem ÞEIR stálu og vísa með því til icesave klúðursins.
Er virkilega satt að fólk úti í heimi haldi það að nánast öll íslenska þjóðin standi fyrir þjófnaði á ævisparnaði breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Ég bara trúi þessu ekki. En allavega, mig langaði að taka saman þessi innlegg sem sýna "álit" fólks á Íslandi. En þetta er aðeins smá brot af þeim svívirðingum og leiðindum sem fólk lét út úr sér á netinu.
Það fer ekki milli mála að álit margra á Íslandi og íslendingum er ekki upp á marga fiska. Eflaust eru margir af þeim tjá sig um þetta bretar sem hafa horft upp á óvæga fjölmiðlaumfjöllun um Ísland og Icesave í breskum fjölmiðlum. Og jafnvel einhverjir sem áttu innistæður í íslenskum bönkum.
--
En síðan á móti er líka fullt af fólki sem segist elska Ísland á netinu. Ekki þarf annað en að fara á þessa síðu:
http://www.facebook.com/?ref=home#!/iceland.euphoria?ref=ts
sem heitir I love Iceland ;) til að sjá það. Þar eru tæplega 29 þúsund meðlimir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2010 kl. 19:32 | Facebook
Athugasemdir
vá !!ég sá þetta myndband en ég hef ekki séð það sem fólkið var að skrifa.
ekki er þetta fólk að meina þetta??!
Inga (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:58
Ég veit það ekki svei mér þá. Fór og skoðaði þetta og sá mörg þessara kommenta. Eitthvað af þessu er örugglega djók en sumum virðist heitt í hamsi af þeim sem tjá sig þarna.
Þetta er spes.
Að segjast hata land og/eða íbúa þess vegna náttúruhamfara, sem tefja samgöngur í viðkomandi landi. Hef bara ekki séð svona áður.
ThoR-E, 29.4.2010 kl. 17:11
Manni bara krossbregður að lesa þessi neikvæðu (ljótu) ummæli erlendis frá um landið og okkur þjóðina. Ég vissi að það væri eitthvert pirrelsi í garð okkar þarna út í hinum stóra heimi .. En vá ekki svona.
Takk fyrir þessi skrif þín um þessi mál. þau vekja mann til umhugsunar.
Samhugur og samkennd er sterkari og meiri er ég samt viss um.
Og nú vorum við að fá verðugan fulltrúa til að mýkja þessa reiðiorku og það er hún Eliza með hinn eldsnjalla Eyjafjallajokull.
josira, 29.4.2010 kl. 19:51
Sammála því, ég hafði sjálfur heyrt af slæmu umtali og svona en pældi voðalega lítið í því.
En eftir að lesa þetta ... og þetta er bara smá brot... af 1 facebooksíðu.
Það er augljóst að búið er að valda landinu okkar miklum skaða. Og greinilega ekki aðeins fjárhagslegum.
ThoR-E, 30.4.2010 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.