14.12.2008 | 07:31
Kreppan og þjófnaður útrásarvíkinganna
Er kreppa á Íslandi ??
Utanríkisráðherra fannst það ekki nokkrum dögum áður en efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi.
Fáeinir auðmenn hafa kostað Íslensku þjóðina hundruði milljarða króna og það með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna sem gáfu þessum auðmönnum bankana.
Sex árum síðar hafa þessir auðmenn farið með landið á hliðina, bankarnir urðu gjaldþrota og tóku með sér efnahagskerfi landsins. Þessir auðmenn hafa á þessum sex árum tekið þúsunda milljarða lán hjá erlendum bönkum og lánastofnunum, þeir peningar eru horfnir.
Þessir auðmenn hófu þá nýja starfsemi í bönkunum, innlán. Með þessum innlánum varð þeim kleyft að stela hundruðum milljarða króna frá erlendum ríkisborgurum sem héldu að þeir væru að ávaxta ævisparnaðinn, svo var ekki.
Með þessum gjörningi hafa auðmennirnir eyðilagt mannorð Íslands sem verður erfitt að fá aftur. Þetta hikuðu þeir ekki við að gera, og þetta gerðu þeir allt með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna!
Í dag eftir hrunið, hafa auðmennirnir komist úr landi með feng sinn og sitja á honum og bíða eins og hrægammar eftir því að kaupa fyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar á brunaútsölu.
Í dag sitja sömu stjórnmálamennirnir allir í stólunum sínum og stjórna landinu, þó aðeins með stuðningi 20-30% þjóðarinnar.
Seðlabankastjórinn hefur aðeins 10% stuðning. Þetta er líka hneyksli og mundi aldrei eiga sér stað í öðrum löndum. Ekki lýðræðislöndum.
Og síðan, þeir sem eru búnir að fá nóg, búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og margir hverjir stóran hluta ævisparnaðarins ákveða að mótmæla þessu óréttlæti, þeir eru kallaðir skríll.
Ríkisstjórnin, stjórn seðlabankans og fjármálaeftirlitis eiga að segja af sér samstundis!
Eignir auðmanna/útrásarvíkingana eiga að verða frystar samstundis og sumarhús og hallir þessara einstaklinga eiga að verða teknar og seldar og andvirðið á að nota í að borga skuldir þeirra. Við skattborgarar eigum ekki að borga skuldir þeirra á meðan þeir lifa í vellystingum af peningum sem þeir hafa stolið af þjóðinni.
Enginn hefur tekið ábyrgð enn, núna meira en tveimur mánuðum eftir hrunið. Afhverju er það? Jú.. við búum í bananalýðveldi og við höfum gert þessum mönnum þetta kleyft með því að kjósa þá.
Ég vona að kjósendur muni, næst þegar kosið verður að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og ekki Samfylkinguna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.