Hvað ætlar Íslenska ríkisstjórnin að gera?

gordon_geir.jpgNú eru liðnar margar vikur frá því að Gordon Brown og Darling lögðu sitt af mörkum við hrun efnahags Íslands.

Lögfróðir menn, bæði Íslenskir og erlendir hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur og sagt að þessi aðför Breta að Íslandi standist ekki lög.

Eitthvað heyrði ég síðan um að tíminn sem við hefðum til að bregðast við þessu í dómstólum væri að renna út. Afhverju hefur Íslenska ríkisstjórnin ekkert gert?

Vita þeir eitthvað meira en við?

Er verið að blekkja þjóðina enn og aftur?

Ef Bretar eru skaðabótaskyldir gagnvart Íslandi að afhverju er þá ekki búið að fara í mál við þá? Afhverju er ekki verið að reyna að fá skaðabætur frá þeim vegna þessarar árásar á vinaþjóð sína?

Nei nei, til hvers? Ríkisstjórnin fær bara þá fjármuni sem töpuðust með því að hækka skattana hér á landi. Byrjað var á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Hvað verður það næst?

Enn og aftur sjáum við vanhæfi ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þetta ....Afhverju þarf RÁÐAMENN til að kæra Brown og Darling??? Getur Íslenska ÞJÓÐIN ekki bara kært þá?? Getur Hörður Torfa ekki verið talsmaður þjóðarinnar og kært fyrir hönd okkar allra??? Þetta má ekki fyrnast !!!

anna (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: ThoR-E

Tek undir það að þetta megi alls ekki fyrnast.

en ætli ríkisstjórnin verði ekki að vera kærandinn ... eflaust vegna þess að bankarnir séu í ríkiseigu.

ég mundi styðja hörð torfa eða hvern sem er í að kæra brown og darling.

ThoR-E, 14.12.2008 kl. 08:34

3 identicon

Lýsi hér með eftir lögfróðum manni: Verður ríkið ekki að kæra verknað Breta? Eða geta einstaklingar sem sannanlega misstu fjármuni í bankahruninu - eða samtök slíkra einstaklinga - kært fyrir verknaðinn? Eitthvað hefur verið talað um 7. janúar, væntanlega vegna þess að þá eru 3 mánuðir liðnir frá gjörningnum. Það liggur lífið á!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:52

4 identicon

Þessi grein er stórkostlega vel skrifuð. Þessi AA Gill nær þjóðarsálinni betur en nokkur Íslendingur.

Ég skil ekki afhverju Íslendingar halda að sama ríkisstjórn sem að kom okkur í þessa stöðu vegna AÐGERÐARLEYSIS, ætti að losa okkur úr henni. Þau eru búin að sýna það og sanna að þau eru óhæf og að þau vita ekki hvað þau eru að gera. Þetta lið er ekki fagfólk. Var það ekki Andri Snær sem sagði að það er engin furða að staðan er sú sem hún er, við erum með fjármálaráðherra sem sérhæfir sig í að gelda og svæfa? Við hverju býst fólk? Ekki er búið að draga útrásarvíkinganna til ábyrgðar, því ætti að gera það við einhvern annan?

linda (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Ægir

Nei, nú á að fara í ESB sama hvað það kostar. Meira að segja VG er að breyta stefnu. Við áttum að hafna Icesave og öllum kröfum. Nei, nú erum við dregin í fjötrum inn á teppið í Brussel og eigum varla aðra leið vegna skulda. Að sjálsögðu eigum við eða ríkið fyrir okkar hönd að fara í mál við bretann.

Ægir , 14.12.2008 kl. 09:33

6 identicon

Ekkert annad en ad pissa i buksurnar

The outlaw (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skrifaði mína skoðun á þessu, og mig langar að þakka AA Gill fyrir vel skrifaða grein "Ekki nóg með að Brown sparkaði í Íslendinga, heldur sparkaði hann í okkur liggjandi"

Sævar Einarsson, 14.12.2008 kl. 12:55

8 Smámynd: Eirikur

For Christs sake, stop trying to blame everybody else...We all know the truth....face up to it....Once you get rid of the Government that stood by and watched this happen, dispite all the warnings, the the rest of the world will help you. Keep blaming everybody else for what happened then you will have to fight on your own. I know you are very proud, and the centre of the Universe, but for just once, admit you were wrong and pay your debts. Get the gangsters who did this to you and make them pay (Bjorgolfur, owner of West Ham, Jon asgeir, owners of Yach 101, worth several million pound)

Wake up Iceland........get real!    and good luck!

Eirikur , 15.12.2008 kl. 02:25

9 Smámynd: ThoR-E

Hverjum sem þetta er að kenna, útrásarvíkingunum, eftirlitsstofnununum eða ríkisstjórninni að þá lagði U.K sitt af mörkum í hruni bankanna.

ThoR-E, 15.12.2008 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.