Þingmaður Frjálslynda flokksins einn á móti eldsneytishækkun

Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.

„Þetta eru auknar álögur á almenning. Þetta hefur áhrif inn í verðtrygginguna og hækkar náttúrulega lánin," segir Grétar. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpi um hækkun áfengisgjalda, en er nú ekki viss um að það hafi verið rétt. „Ég sé satt best að segja hálf eftir því. Því það hefur áhrif á vísitöluna líka," segir Grétar og bætir við að hækkun áfengisverðs komi einnig illa niður á veitingastöðum og ferðaþjónustunni.
(visir.is)

Enn og aftur sést að Frjálslyndi flokkurinn er með hagsmuni hins almenna borgara að leiðarljósi.

Það væri gott ef fólk mundi muna það í næstu kosningum eða könnunum.

Við þurfum spillingaröflin burt, aldrei aftur Sjálfstæðisflokk/Samfylkingu í ríkisstjórn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband