13.4.2009 | 16:16
Styrkveitingar til stjórnmálaflokka 2006
Mikil umræða hefur verið í kringum styrkjamál stjórnmálaflokkana árið 2006. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á því herrans ári rúmar 80 milljónir frá ýmsum fyrirtækjum. Þeir styrkir sem eru hvað mest gagnrýndir eru frá FL Group og Landsbankanum upp á 55 milljónir. Landsbankinn styrkti reyndar flokkinn tvisvar, fyrst um 5 milljónir og síðan um 25 milljónir ef ég man rétt.
Sjálfstæðisflokkurinn telur fyrri styrkinn (5 milljónir) vera "innan eðlilegra marka" og ætlar sér ekki að endurgreiða hann.
Þrátt fyrir það gagnrýna sjálfstæðismenn Samfylkinguna til dæmis harðlega um að hafa tekið við styrkjum að fjárhæð 3-4 milljónir. Þrátt fyrir að þeir styrkir eru lægri en sá styrkur sem sjálfstæðismenn telja vera "innan eðlilegra marka".
Mér finnst þetta mjög sérstakt, vægast sagt.
xxxxxxxxxx
xxxxxxxxxx
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2009 kl. 23:34 | Facebook
Athugasemdir
Fróðlegt lesning en það getur orðið þungur róður hjá Frjálslyndum. En þeir hafa ekki veið í sukkinu
Finnur Bárðarson, 13.4.2009 kl. 16:26
Já, róðurinn verður þungur :/
Margir kjósendur flokksins hafa misst traustið á FF. Því verður að breyta því þessi flokkur á fullt erindi á þing.
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 16:31
Finnur, til að geta sukkað þurfa menn tvennt:
1) eitthvað til að sukka með.
2) einhverja sem vilja sukka með manni.
Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 17:39
Ég á ekkert að vera að tjá mig um stjórnmálaflokka eða aðra sértrúarsöfnuði. 'eg er reyndar skrifaður í FF vegna Höllu Rutar.
Enn nú vill hún kjósa Davíð Oddson ef hann fer í einkaframboð!
Enn gaman að sjá að þú ert farin að skrifa aftur AceR.
Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 20:53
Óskar, af hverju prófarðu ekki að gamni að vera fullorðinn svona einn dag - eða part úr degi? Það er aldrei að vita nema þér líki það.
Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 21:18
Skýrðu það betur út Baldur, hvað það er að vera fullorðinn! Skora á þig!
Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 21:29
Ég held þú vitir það. Prófaðu til dæmis að ver alvarlegur. Ekki slengja palladómum til hægri og vinstri. Ekki kalla stjórnmálaflokka "sértrúarsöfnuði" - þannig gerir þú lítið úr hugsjónum og störfum annarra manna sem gera eins vel og þeir geta. En þetta er bara byrjunin.
Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 21:34
Baldur! Þú ert Sjálfstæðismaður og þannig tengdur stærsta glæpaflokki Íslands!
Far þú að verða fullorðin og koma þér út úr þessum glæpasamtökum. T.d. að vera fullorðin í mínum augum er að vera ekki vera með þessu hyski. Er þetta nógu skýrt?
Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 22:20
Jájá, þetta er kýrskýrt - en frekar barnalegt, sorry.
Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 22:25
Whatever ;)
Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 22:32
En þú ert nú ágætur samt!
Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 22:34
Sömuleiðis Baldur minn! ;)
Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 22:40
Sæll Ace.
Þegar Sjálfstæðismenn eru að boða siðareglur fyrir aðra,
er þá ekki ágætt hjá þeim að þrífa fyrst heima hjá sér
áður en farið er að tukta aðra til !?
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 01:03
Takk fyrir ykkar innlegg.
Ég held að það sé hæpið að DO fari í sérframboð, það yrði hans stærsti ósigur á ferlinum.
Þórarinn, jú eflaust.
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 08:03
Við höfum sem betur fer hrakið af okkur slyðruorðið sem ákveðnir aðiljar settu á okkur með skrifum sínum um útlendinga. Þó þeir hefðu að hluta til rétt fyrir sér, þá gengu þeir einfaldlega of langt og voru ekki í takt við okkur hin. Þess vegna hafa þeir farið og ég get merkt allt annað viðhorf hjá fólki. Við höfum orðið vör við jákvæðar undirtektir í miklum mæli frá kjósendum undanfarna daga, og erum bjartsýn. Oft var þörf en nú er nauðsyn að breyta til og gefa öðrum tækifæri til að spreyta sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:55
Gera Lalla Jóns að Dómsmálaráðherra. Og Sævar Sicelski er komin í einkaframboð og yrði fínn félagsmálaráðherra. Maður með reynslu . Annþór, handrukkari (sem hann er ekki) sá fíni maður á að gera að lögreglustjóra. Alla ESB sinna í tukthús.
Amen
Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 11:14
Heill og sæll; AceR - líka, sem þið hin, hver geyma hans síðu og brúka !
AceR !
Þakka þér; þessa ágætu tölu. Jú; jú, við kappkostum, sem kost höfum á, að spyrna í, með þeim sjóhundum;; Guðjóni Arnari, og hans slekti, sem vísast má verða.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:18
ég ætlaði að kjósa D ... eins og ég hef gert síðustu áratugina.
ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn núna .. nema Kjartani verði vikið úr miðstjórn , sem og Guðlaugi Þór .. verður tekinn af lista í Reykjavík.
ég mun skila auðu annars.
það er samt svo dapurlegt .. að allir þessir góðu frambjóðendur á listanum ... munu gjalda fyrir gjörðir örfárra einstaklinga innan flokksins. sorglegt.. en ég kýs ekki flokkinn á meðan þessir spilltu pjakkar .. eru innanborðs!
acer .. aldrei að vita nema ég kjósi frjálslindaflokkinn
FYRRVERANDI SJÁLFSTÆÐISMAÐUR (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:28
Ásthildur: Fólk verður náttúrulega að passa sig að skaða ekki flokkinn, ef það er að tala í nafni hans um "heit" málefni sem eru umdeild. Það er hárrétt. Ef við tökum dæmi..."Ísland fyrir Íslendinga?" ... það fór illa í marga.. vægast sagt.
Óskar Helgi, hafðu þakkir kæri félagi.
Óskar A ... þessi framboðslisti færi eflaust illa í marga ;) til dæmis fórnarlömb sumra þeirra ... ehrm. =) he he. En róttæk hugmynd, það vantar ekki.
Fyrrverandi Sjálfstæðismaður: Ég mæli eindregið með því að þú kjósir Frjálslyndaflokkinn, enda ef þú ert hægri maður og búinn að gefast upp á FLokknum og spillingunni þar ... að þá er FF réttur staður fyrir þig.
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 15:00
..enda Frjálslyndi flokkurinn átti ekkert í hruninu. FF hefur talað árum saman gegn verðtryggingunni sem er að sliga heimilin í landinu. FF hefur talað gegn þeim mannréttindabrotum á sjómönnum ...
Svona get ég haldið áfram, bendi fólki á heimasíðu FF.
Frjálslyndiflokkurinn starfar fyrir fólkið í landinu, enda er flokkurinn fólkið í landinu.
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 15:06
Já enn AceR minn! Þeir eru ekki með eins mikið af "fórnarlömbum" og serm hafa stjórna landinu hingað til. Þetta eri ágætis strákar. Þekki þá alla. Maður eignast öðruvísi kunningja þegar maður vinnur í fangelsum.
Ég er skráður í FF. Út af Höllu Rut. Svo segir hún allt í einu að hún vilji Davíð Oddsson ef hann færi í einkaframboð! Eru allir að rífast í FF. Já, ég vil ekki komma í sstjórn neinsstaðar. FF og Borgarahreyfinginn!
Yrðu þeir 2 flokkar ekki fínir saman?
Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 16:43
Tékkaðu nú á hvort ég er ekki örugglega skráður. Fín heimasíða hjá FF! Ég er skráður í Svíþjóð.
Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 16:51
Það er reyndar rétt, fórnarlömb þeirra eru mun færri.
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.