14.4.2009 | 17:31
Nokkrar afsakanir sjálfstæðismanna
Eftir að Stöð 2, ef ég man rétt kom með þá frétt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá Landsbankanum og FL-Group að upphæð 55 milljónir, hafa margir sjálfstæðismenn komið með ýmsar yfirlýsingar og afsakanir um málið í fjölmiðlum. Sumar eru vissulega gáfulegri en aðrar en sumt af því sem komið hefur frá Sjálfstæðisflokknum hefur í besta falli verið grátbroslegt.
Rifjum aðeins upp hvað Guðlaugur, Bjarni og Kjartan sögðu eftir að málið komst upp.
8.apríl: Ég er ekki inni í fjármálum flokksins [...] Ég man ekki hvort það hafi verið í gær eða nokkrum dögum áður. - Guðlaugur Þór spurður af Vísi.is hvenær nákvæmlega hann vissi af styrkjunum.
9.apríl: Hið rétta er að ég fékk nokkra einstaklinga í flokknum til að aðstoða skrifstofu hans við fjársöfnun. Ég óskaði ekki eftir styrk frá neinu ákveðnu fyrirtæki. - Guðlaugur Þór í yfirlýsingu.
9.apríl: Ég veit ekki betur en ég hafi sagt frá því líka að ég hafi heyrt af þessum styrkjum í fréttum eins og flestir aðrir [...] Ég held ekki, nei. - Kjartan Gunnarsson á Stöð 2 aðspurður hvort hann hafi vitað af styrkjunum áður.
10.apríl: Ég harma að þetta sé að koma upp á þessum tímapunkti [...] Þessir atburðir [...] eru auðvitað alveg skelfilega óheppilegir fyrir okkur og mikið leiðindamál [...] - Bjarni Ben á RÚV.
11.apríl: Aðkoma okkar að söfnuninni hófst þegar Guðlaugur Þór [...] hvatti okkur til að leggja flokknum lið og safna fjármunum fyrir hann. - Steinþór Gunnarsson og Þorsteinn Jónsson í yfirlýsingu.
11.apríl: Ég tel að báðir framkvæmdastjórarnir, Kjartan sem þá var að ljúka störfum og Andri sem var að hefja störf, hafi haft vitneskju eftir að styrkurinn kom í hús. - Bjarni Ben á Stöð 2.
12.apríl: Þetta er að mínu áliti fráleitt að draga nafn Kjartans inn í þessa atburðarrás vegna þess að hann hafði ekkert með þau mál að gera sem tengdust þessum styrkjum. - Yfirlýsing Bjarna Ben.
Nokkrar óborganlegar afsakanir sjálfstæðismanna í boði Morgunblaðsins, 14.apríl.Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur í kjölfar þessa máls hrunið í Reykjavík Norður, aðeins fáeinum dögum eftir að það komst upp.
Það mun ekki koma mér á óvart þótt Sjálfstæðisflokkurinn hljóti afhroð í kosningunum þann 25.apríl. Maður getur allavega vonað það besta.
xxxxxxxxxxxxxx
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2009 kl. 23:33 | Facebook
Athugasemdir
11.apríl: Ég tel að báðir framkvæmdastjórarnir, Kjartan sem þá var að ljúka störfum og Andri sem var að hefja störf, hafi haft vitneskju eftir að styrkurinn kom í hús. - Bjarni Ben á Stöð 2.
12.apríl: Þetta er að mínu áliti fráleitt að draga nafn Kjartans inn í þessa atburðarrás vegna þess að hann hafði ekkert með þau mál að gera sem tengdust þessum styrkjum. - Yfirlýsing Bjarna Ben.
Þetta er eins og að horfa á grínþátt í sjónvarpi. Algjör sápuópera... það væri eflaust ekki hægt að skrifa svona vitleysu ...
Ég græt ekki það að sjálfstæðisflokkurinn fái 7-8 menn á alþingi... en ég vona að þeir fái ekki fleiri.
Anna (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:22
Já, flokksforystan er ótrúverðug. Og fylgi flokksins að fara hratt niður.
EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:54
Mér finnst ótrúlegt að þeir mælist enn í kringum 23% í könnunum.
Miðað við spillingu þessa flokks ætti hann að vera í 10%, ef þá það.
ThoR-E, 18.4.2009 kl. 10:03
kveðja
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 19:09
Mikið er ég sammála þér. Það versta er að stór hluti sjálfstæðismanna getur ekki hugsað, þess vegna kjósa þeir flokkinn.
10.apríl: Ég harma að þetta sé að koma upp á þessum tímapunkti [...] Þessir atburðir [...] eru auðvitað alveg skelfilega óheppilegir fyrir okkur og mikið leiðindamál [...] - Bjarni Ben á RÚV.
Þessi setning segir mikið. hann vissi að þetta var þarna og óheppilegur tímapunktur, alls ekki slæmt að svona voru þeir og eru.
þeir eiga ekki skilið neitt sæti þessir glæpamenn. Hana nú !
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2009 kl. 22:18
Það mun ég gera ACE minn setja X við F á laugardaginn. Þetta er flott upptalning hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 12:07
Síðan segir Guðlaugur Þór að þessir milljóna styrkir til hans frá útrásarvíkingunum hafi verið eðlilegir á þessum tíma, semsagt 2006.
Öryrkjar fengju á milli 120 - 135.000kr. á mánuði árið 2006. Ellilífeyrisþegar eitthvað svipað.
Hvað er eðlilegt við milljóna greiðslur til stjórnmálamanna frá stórfyrirtækjum sem eiga hag í því að haga þessa menn góða.
Guðlaugur Þór ... fengi aldrei mitt atkvæði, frekar en Sjálfstæðisflokkurinn. Spillingarlyktin er stæk frá þeim bænum.
ThoR-E, 24.4.2009 kl. 12:57
hafa þessa menn góða átti þetta að vera.
ThoR-E, 24.4.2009 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.