Greiðsluvilji fólks minnkar þegar lánin hækka við hverja afborgun

Hún (Lilja Mósesdóttir) segir að tryggja verði greiðsluvilja fólks með almennum aðgerðum, sem verði hluti af samfélagssáttmála um afskriftir skulda, eða eignatilfærslu.

 Það er ekkert undarlegt og á ekki að koma neinum á óvart að þeir sem geta staðið í skilum (ennþá), hafi minni greiðsluvilja þegar lán þeirra nánast hækka í hvert skipti sem borgað er af þeim?

Verðtryggingin hefur smurt milljónum á húsnæðislán hvers einstaklings og fer hækkandi með hverjum deginum.

Þegar ríkisstjórnin ákveður að hækka skatta eða álögur, hækka um leið húsnæðislán (verðtryggð) fólks og lenda þá aðgerðir ríkisstjórnarinnar tvöfalt á fólki. Er þetta skjaldborgin um heimilin?

Síðan þarf fólk að horfa upp á eftir að hæstvirtur ráðherra kom fram í fjölmiðlum og sagði að ekki yrði felld niður eða leiðrétt húsnæðislán sem hækkað hafa gífurlega eftir hrunið, að skilanefnd landsbankans sem er jú í eigu ríkisins felli niður skuldir auðmanna og útrásarvíkinga í milljarðatugatali.

Og þetta eigum við bara að sætta okkur við?

Ef hægt er að fella niður milljarða skuldir þessara auðmanna og senda skattborgurum reikninginn að þá hlýtur að vera hægt að koma til móts við fólk og leiðrétta eitthvað af þeim húsnæðislánum sem verðtryggingin hefur skrúfað upp.

Eins og Eva Joly sagði í einhverju viðtalinu að þá virka hlutirnir bara þannig að skattborgararnir þurfa á endanum að borga skuldir og óráðsíu auðmannanna sem hér hafa lagt allt í rúst. Og það með dyggri aðstoð IMF og ríkisstjórnum Bretlands og Hollands sem hafa ekki hikað við að beita kúgunum og hótunum í Icesave málinu.


mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samála flestu þessu.

Almenningur á eftir að þurfa að borga fyrir hrunið með einum eða öðrum hætti.

útrásaraumingjarnir labba burt með milljarða og sín fyrirtæki með bros á vör.

og kaupa síðan eflaust allt draslið aftur á brunaútsölu í gegnum leppa fyrirtæki.

allt með dyggri aðstoð ríkisstjórnarinnar enda fengu þeir tugmilljóna ef ekki hundruða milljóna greiðslur frá sömu útrásarvíkingum.

rannsóknin á efnahagshruninu er skrípaleikur, kannski verður einhverjum peðum fórnað og einhverjir fangelsisdómur kveðinn upp, en topparnir komast frá málunum stikkfrí.

Þetta er eins og vondur draumur, nema að maður vaknar ekki.

Arnars (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 17:10

2 identicon

Þetta er alveg rétt...stjórnin hefur alveg klikkað á þessari skjaldborgs-blekkingu sem fólk er nú búið að sjá í gegnum..Jóhanna er alveg að missa tiltrú manna..Var aldrei lofað í þessari andsk. velferðabrú að gera eitthvað með verðtrygginguna sem er að rústa heimilinum? Framsókn sem er nú hvað aumastur flokka hefur þó viljað gera eitthvað í þessu og lagt til svona leiðréttingar en enginn af þeim sem stjórnar þessum vonda draumi vill að við vöknum...

Magister (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: ThoR-E

Tími Jóhönnu er kominn og farinn.

dapurlegt.. þegar við þurftum mest á henni að halda .. að þá sést hún ekki.

ThoR-E, 19.8.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband