16.9.2009 | 14:47
Á að taka tóbak úr almennri sölu?
Nú er ég ekki að mæla með reykingum eða neitt í þá áttina en ég hef (því miður) reykt frá því ég var 16 ára gamall og hef aldrei þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Hef reyndar ekki kvefast í 10 ár, en það er annað mál.
Það sem virðist gleymast í þessari umræðu er að reykingafólk borgar hér skatta eins og aðrir. Þannig að þeir sem nánast gráta vegna þess að þeir telja sig þurfa að borga fyrir sjúkrahúsvist reykingafólks ættu að skoða þetta aðeins betur. Fyrir utan það að pakkinn hefur hækkað úr 220 krónum og upp í 860 krónur á rúmum 10 árum. Eitthvað ætti það að skila í ríkiskassann?
Eins og ég segi, reykingafólk borgar hátt í helming af tekjum sínum í skatt alla sína ævi og það ætti nú örugglega að nægja til að borga fyrir sjúkrahúsvist ef viðkomandi veikist, hvort sem það er vegna reykinga eða ekki.
Ég verð nú bara að segja að mér finnst alveg merkilegt að reynt sé að hafa vit fyrir fullorðnu fólki með því að reyna að gera þeim erfiðara fyrir að nálgast þessa löglegu vöru. Er virkilega ekki nóg að búið sé að banna reykingar á öllum opinberum stöðum, kaffihúsum, veitingahúsum og börum o.s.frv. Og að tóbak er ekki sjáanlegt á neinum sölustöðum.
Tóbakið er falið í öllum sjoppum og verslunum þannig að ekki er hægt að segja að þetta "sé í andlitinu" á börnum og unglingum.
Þannig að þeir sem vilja að hætt verði að selja tóbak í verslunum og sjoppum á næstu árum og á endanum banna algjörlega almenna sölu tóbaks, að mér finnst rök þeirra ekki merkileg. Augljóst er að verið sé að reyna að hafa vit fyrir fólki, sem er forræðishyggja af verstu gerð.
Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þetta er versta gerð af forræðishyggju....
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2009 kl. 14:58
Eins og þú veist hef ég skrifað um þetta, þannig að ég get ekki verið annað en sammála þér í þessu. FORRÆÐISHYGGJAN er af hinu vonda.
brahim, 16.9.2009 kl. 15:02
Þetta finnst mér nú furðuleg rök.
Þú ert að segja að þínir skattar eigi að fara í þitt uppihald, en mínir skattar í rekstur ríkisins?
Hvernig á maður að skilja þetta öðruvísi?
Borga ég eitthvað minni skatta en þú? Fæ ég einhverja greiðslu í stað þess sem þín lungnaþemba kemur til með að kosta?
Ef ég væri þú, þá mundi ég nú frekar benda á þá staðreynd að þið reykingaliðið lifið ca. 10 árum skemur en við fallega fólkið og samt borgið þið hið sama í lífeyrissjóði .
Björn I (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:02
ég vil nú benda háttvirtum Birni I. á það, að skattar á hvern sígarettupakka eru ef ég man rétt yfir 100% og líklega nær 150%. Þannig að reykingarfólk er nú búið að borga eitthvað til baka, þegar og EF að sjúkrahúslegu kemur, svona ofan á alla aðra skatta sem reykingamenn jú líka borga.
En þegar við tölum um heilbrigðiskerfið og kosti þess að hafa það "frítt", þá vilja þeir sem aðhyllast hvað mest forræðishyggju alls ekkert borga fyrir reykingafólk.
Þeir aðilar sem aðhyllast svona mikla forræðishyggju, ættu kannski að taka uppá því að neita til að mynda fíkniefnaneytendum aðstoð, því þar er ekki 1 króna sem kemur inn í skatttekjur til ríkisins, svona ef dæmi er tekið.
En vinstri menn virðast vilja velja úr hverjir eru þess verðugir að nýta heilbrigðiskerfið, svo einfalt er það...
Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.9.2009 kl. 15:12
Útreikningar hafa sýnt að rauðvínssósur valda meira tjóni á lambakjöti en reykingar, majónes, og annað áfengi til samans.
Þess vegna þarf að banna rauðvínssósur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:19
Reykingarfólk fer fyrr á fætur, eftir sjúkrahúslegu en þeir sem ekki reykja - og kosta þannig minni pening fyrir heilbrigðiskerfið en hinir sem ekki reykja. Þetta hef ég eftir hjúkrunarfólki sem ég treysti vel.
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:46
Já þeim liggur á að komast burt af spítalanum til að geta reykt aftur.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:26
Björn ekki veit ég hvernig þú lest þetta út úr færslu minni.
Það sem ég var að gagnrýna var að þeir sem tala um að þeirrra skattfé fari í að "lækna veika reykingamenn" og að það sé alveg agaleg peningasóun á skattpeningunum og að best væri að hækka sígarettupakkann upp í 3000 krónur. (Þvílík rökleysa, þannig hækkun mundi nú að hafa hressilega hækkun á íbúðalánin okkar verðtryggðu, en það er annað mál)
En þeir virðast ekki taka inn í dæmið að reykingafólk borgar skatta hér eins og allir aðrir.
Hvort sem þeir skattar fara í heilbrigðiskerfið, menntakerfið eða vegakerfið o.s.frv.
Ég vona að ég hafi sama rétt til að leggjast inn á sjúkrahús og fá lækningu minna meina eins og aðrir, þótt ég reyki ... ?
ThoR-E, 16.9.2009 kl. 16:44
Smá viðbót.
Íþróttafólk kostar kerfið meira en reykingafólk.
v/ ýmissa íþróttameiðsla.
Bara dæmi. :)
ThoR-E, 16.9.2009 kl. 16:46
Íþróttafólk þarf ekki að greiða NEITT fyrir sjúkraþjálfun, sem öryrkjar þurfa að punga út fyrir, vegna sinnar örokru! Bara svo eitthvað sé nefnt...
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:51
Einmitt.
ThoR-E, 16.9.2009 kl. 16:52
Þá þarf ég að fá endurgreitt fyrir alla þessa tíma sem ég hef verið í sjúkraþjálfun.....
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:59
Ég vil líka benda Birni I á að ég er mjög fallegur maður, sama hvort ég reyki eða ekki.
Maður sem telur sjálfa sig til fallega fólksins ætti að þora að birta mynd af sér og því skora ég á hann að gera það eða halda ellegar kjafti.
Einar 'fallegi' V. Bj. Maack.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.9.2009 kl. 18:34
Þakka ykkur öllum fyrir góðar athugasemdir.
ThoR-E, 16.9.2009 kl. 18:49
Ekki það að ég ætli að fara í eitthvað stríð hér, en ég vil bara taka fram, í samhengi umræðna um krónur og aura, það sem var í fréttum um daginn.
Áætlað er að reykingatengdir sjúkdómar kosti heilbrigðiskerfið um 30 milljarða á ári, en tekjur af sköttum á tóbak eru 7 eða 8 man ekki hvort. Þannig að ef við viljum að skattar á tóbak borgi kostnað af völdum reykinga þá þarf pakkinn að kosta 3000 krónur.
Allur annar heilsutengdur kostnaður fólks (reykjandi eða ekki) kemur svo væntanlega nokkuð jafnt.
Kv. Eggert Jóhannesson
Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:25
Kjaftæði, Eggert - þessi tala (30 milljarðar) er gersamlega út í loftið hjá þessum "sérfræðingum". Athugaðu bara málið sjálfur, í stað þess að trúa áróðrinum.
Skorrdal (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.