Færsluflokkur: Vefurinn
22.12.2008 | 17:36
Ritskoðun á moggablogginu
Kæru bloggarar!
Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.
Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.
Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins. Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.
Þessi skilaboð hér fyrir ofan fékk ég frá blog.is
Þarna er verið að ritskoða þá sem ekki blogga undir fullu nafni, allavega verður tekið fyrir að viðkomandi geti bloggað við fréttir og sagt skoðun sína. - Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk skrifi ekki undir fullu nafni.
Ég veit um nokkra sem urðu fyrir aðkasti vegna skoðanna sinna, einn missti vinnuna. Einn þurfti að skipta um símanúmer því einhver sem var honum ósammála um visst málefni hringdi stanslaust í hann á nóttunni.
Þrátt fyrir þetta vildu Þessir aðilar ekki hætta að blogga, þannig að þeir blogguðu undir dulnefni. Núna hefur moggabloggið ritskoðað þessa aðila sem aldrei hafa verið með skítkast á blogginu eða nein leiðindi við nokkurn mann.
Þetta er aðför að bloggurum og eigi moggabloggið skömm fyrir!