14.12.2008 | 08:21
Að taka "bjarnann" á þetta
Fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, hefur sent fjölmiðlum bréf með viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum, í leyfisleysi. Bréfið sem um ræðir fékk borgarfulltrúinn frá stúlku sem á í félagslegum erfiðleikum og nýtur þjónustu unglingaheimilis.
Eitthvað virðast Íslenskir stjórnmálamenn eiga í vandræðum með tölvupóstsendingar til fjölmiðla þessa dagana. Fulltrúi Vinstri Galna sendi fjölmiðlum persónuupplýsingar.
Mín skoðun er að maðurinn eigi að segja af sér störfum samstundis. En við erum náttúrulega á Íslandi þar sem stjórnmálamenn gera ekki mistök, þannig að ég tel það vera mjög ólíklegt að hann geri það.
Það er gaman að búa í bananalýðveldi, eða þannig.
Sendi bréf í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt 15.12.2008 kl. 20:45 | Facebook
Athugasemdir
það er nú varla ástæða til að hann segji af sér ?
þetta voru mistök sem ekki eiga sér neina eftirmála.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:24
Hann sendi víst bréfið með samþykki viðkomandi stúlku og foreldra en láðist að eyða nafninu á einum stað. Andstæðingar hans í pólitík hafa kosið að horfa fram hjá því og velta sér upp úr þessu svona. Maður á ekki að trúa öllu því sem maður sér á Netinu!
Mótmæli því að vinstri græn séu uppnefnd svona þetta er flottur flokkur.
Líst ferlega vel á fánann, hahahhahaha
Gurrí (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:49
Æi, þú sem ekki þorir að koma fram undir eigin nafni, getur ekki gagnrýnt aðra.
Það er ekki mark á þér og öðrum nafnleysingjum takandi
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:55
Æji Sigrún... ef þetta er það eina sem þú getur lagt til málana, að þá slepptu því frekar.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 03:46
Nú? Afhverju. Þetta er mín skoðun. Þolirðu ekki gagnrýni á þig sjálfan?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:22
Reyndar er þetta ekki gagnrýni á mig sjálfan, þetta er gagnrýni á það að ég skrifa ekki undir fullu nafni.
Þegar rökin eru engin að þá er gripið til svona kjánaskapar.
Vinsamlega slepptu því að setja inn athugasemd hérna ef þú hefur ekkert til málanna að leggja annað en svona bull.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 12:12
Ég vona að ég megi setja hingað inn athugasemd þótt ég vilji ekki skrifa mitt fulla nafn. Er það í lagi þín vegna Sigrún?
Þótt þetta mál sé að mörgu leyti öðruvísi en mál Bjarna hjá Framsókn, að þá gerir þessi fulltrúi alvarleg mistök í starfi og mín skoðun er að hann eigi að taka ábyrgð á því og segja starfi sínu lausu.
Að senda persónuupplýsingar um heilsu viðkomandi til allra fjölmiðla, þetta er ótrúleg afglöp. Og þótt fjölskylda þessarar stúlku hafi ekki ákveðið að fara með þetta mál lengra að þá er þetta grafalvarlegt.
Hvað ef stúlkan hefði alls ekki viljað að nafn sitt færi lengra ... hefði hann sagt af sér þá?
Ég held að við vitum öll svarið við því.
Sér Íslenskt fyrirbrigði að enginn stjórnmálamaður tekur ábyrgð á Íslandi eins og þú segir.
takk fyrir mig
palli
Palli (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:43
Og eru ekki sjálfur þessi ÞÚ
Ég er, ef þú hefur ekki skilið það að gagnrýna þig og aðra nafnleysingja hér og á öðrum bloggum, sem veigra sér við að koma fram undir réttu skírnarnafni.
Tel það ámælisvert.
Um þessa færslu þína, er ekkert sem mér finnst gagnrýnislegt. Bara að manneskjan sem skrifar hana er ekki einu sinni Jón Jónsson, bara ENGINN
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:44
Palli: Þér er að sjálfsögðu velkomið að setja inn athugasemdir.
Sigrún:
Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk skrifi ekki undir fullu nafni. Fólk hefur verið gagnrýnt mikið og jafnvel misst vinnu vegna skoðanna sinna.
Ég skrifaði undir fullu nafni hér á síðasta ári. Ég skrifaði um "heit" mál og umdeild. Þegar farið var að hringja heim til mín á nóttinni og setja út á það að ég setti fram skoðanir mínar að þá ákvað ég að endurskoða þetta.
En ég hef gaman af því að skrifa færslur á bloggið mitt og taka þátt í umræðu í bloggheimum.
Þannig stendur nú bara á því að ég skrifa ekki undir fullu nafni.
Ef það skiptir þig gífurlega miklu máli að vita nafn mitt að þá máttu skilja netfang þitt eftir hérna í athugasemdakerfinu og ég skal senda þér það, jafnvel skónúmerið mitt líka.
En að gagnrýna fólk svona út í bláinn og vita ekkert um hvað málið snýst, það tel ég ámælisvert.
Takk fyrir ykkar innlegg.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 20:50
Það er kannski í lagi að bæta við, að þegar ég skráði þetta blogg á blog.is að þá setti ég inn fullt nafn mitt og kennitölu.
Þótt ég vilji kannski ekki hafa það á forsíðunni.
Eins og málflutningur fólks minnki við það að fólk noti svokallaðan alias.
Margir blaðamenn og rithöfundar gera það, á fólk þá að sleppa því að kaupa bækur þeirra?
Margir af mínum bloggvinum blogga ekki undir fullu nafni, samt les ég blogg þeirra á hverjum degi og tek alveg jafn mikið mark á þeirra færslum eins og þeirra sem skrifa undir fullu nafni.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 20:56
Sigrún er á sveitasíma stiginu... þeir eru líka soldið hrifnir af því sama og Sigrún, karlarnir í Kína og Norður Kóreu. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:59
he he góður doksi.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 21:07
Mikið til í þessu fullur og eins og ég segi hér fyrir ofan að t.d með rithöfunda að þeir skrifa margir ekki undir réttu nafni (alias) og eins og einhver færi að sleppa því að lesa bækur þeirra vegna þess.
Einhvernvegin sé ég það ekki fyrir mér ...
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 22:13
DoctorE, ég var þeirra gæfu njótandi að vera vinnumaður á ströndum 1985 og þar var einmitt gamli sveitasíminn, 2 stutt eitt langt og biðja um Finnbogastaði. Og svo þegar einhver í sveitinni hringdi heyrðist það á heimilinu og þá stökk húsfreyjan upp til að hlera og fór jafnvel að skipta sér af og leiðrétta fólkið kannski Sigrún sakni þess.
Sævar Einarsson, 16.12.2008 kl. 01:27
Svo langar mig endilega að benda ykkur á þessi skrif hjá Jens Ísland - spilltasta land í heimi?
Sævar Einarsson, 16.12.2008 kl. 01:32
Sævarinn: Búinn að skoða færsluna, mjög góð.
Hippó: Einmitt! Á meðan fólk er ekki að "drulla" yfir aðra í skjóli nafnleyndar að þá sé ég ekkert að því að nota alias. Ekki nokkurn hlut.
ThoR-E, 17.12.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.