13.4.2009 | 16:16
Styrkveitingar til stjórnmálaflokka 2006
Mikil umræða hefur verið í kringum styrkjamál stjórnmálaflokkana árið 2006. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á því herrans ári rúmar 80 milljónir frá ýmsum fyrirtækjum. Þeir styrkir sem eru hvað mest gagnrýndir eru frá FL Group og Landsbankanum upp á 55 milljónir. Landsbankinn styrkti reyndar flokkinn tvisvar, fyrst um 5 milljónir og síðan um 25 milljónir ef ég man rétt.
Sjálfstæðisflokkurinn telur fyrri styrkinn (5 milljónir) vera "innan eðlilegra marka" og ætlar sér ekki að endurgreiða hann.
Þrátt fyrir það gagnrýna sjálfstæðismenn Samfylkinguna til dæmis harðlega um að hafa tekið við styrkjum að fjárhæð 3-4 milljónir. Þrátt fyrir að þeir styrkir eru lægri en sá styrkur sem sjálfstæðismenn telja vera "innan eðlilegra marka".
Mér finnst þetta mjög sérstakt, vægast sagt.
xxxxxxxxxx
xxxxxxxxxx
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2009 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
25.12.2008 | 17:52
Íslensku olíufélögin halda að sér höndum
Enn ein lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Nú er fatið komið niður í 35 dollara og hefur lækkað um 76% síðan í júlí en þá var fatið í 147 dollurum. Á þeim tíma fór eldsneytisverðið hér á Íslandi upp í tæpar 180 krónur enda hafði krónan hríðfallið, ofan á þessa olíuhækkun.
Eftir að hlutirnir hér á landi löguðust aðeins og krónan hækkaði ásamt því að heimsmarkaðsverðið á olíu lækkaði að þá byrjuðu íslensku olíufélögin að lækka verðið hjá sér og var bensínlítrinn kominn niður í c.a 135 krónur.
En á þeim tímapunkti ákváðu stjórnvöld að gefa landsmönnum jólagjöfina þetta árið og voru álögur á eldsneyti hækkaðar umtalsvert (ásamt tóbaki og áfengi) og hækkaði bensínlítrinn eftir því. Eftir þessa aðför stjórnvalda að neytendum hafa olíufélögin ekki lækkað verðið hjá sér um krónu. Þrátt fyrir að krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverðið hafi lækkað um 10-15 dollara síðan.
Það er alveg með ólíkindum að bensínverðið kosti þetta, á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra árum saman. Vissulega er krónan ekki orðin eins sterk og hún var en hefur þó hækkað um 20% ef ég man rétt.
Það er spurning hvort olíufélögin eigi kannski svo miklar birgðir á "dýra" verðinu og geti ekki lækkað strax, en það er yfirleitt afsökunin.
Það er augljóst að á Íslandi ganga neytendur ekki fyrir.
Olían lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2009 kl. 01:20 | Slóð | Facebook
22.12.2008 | 17:36
Ritskoðun á moggablogginu
Kæru bloggarar!
Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.
Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.
Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins. Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.
Þessi skilaboð hér fyrir ofan fékk ég frá blog.is
Þarna er verið að ritskoða þá sem ekki blogga undir fullu nafni, allavega verður tekið fyrir að viðkomandi geti bloggað við fréttir og sagt skoðun sína. - Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk skrifi ekki undir fullu nafni.
Ég veit um nokkra sem urðu fyrir aðkasti vegna skoðanna sinna, einn missti vinnuna. Einn þurfti að skipta um símanúmer því einhver sem var honum ósammála um visst málefni hringdi stanslaust í hann á nóttunni.
Þrátt fyrir þetta vildu Þessir aðilar ekki hætta að blogga, þannig að þeir blogguðu undir dulnefni. Núna hefur moggabloggið ritskoðað þessa aðila sem aldrei hafa verið með skítkast á blogginu eða nein leiðindi við nokkurn mann.
Þetta er aðför að bloggurum og eigi moggabloggið skömm fyrir!
17.12.2008 | 11:42
Friðsamleg mótmæli virka ekki
Þrátt fyrir að þúsundir manna og kvenna hafi mótmælt fyrir framan alþingi á síðustu vikum að þá hefur ekkert gerst, ekkert hefur breyst. Ríkisstjórnin horfir niður á mótmælendurna úr fílabeinsturnum sínum og hlær.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins situr enn á sínum ofurlaunum. Stjórn Seðlabankans situr enn á sínum ofurlaunum. Ríkisstjórnin situr enn á sínum ofurlaunum. Þrátt fyrir að eiga stóran hlut í því að leggja hagkerfi landsins í rúst.
Fyrst friðsamleg mótmæli virka ekki að þá verður að fara með þetta á næsta stig. Það segir sig alveg sjálft.
Ég fagna þessum mótmælum og ég vona að ríkisstjórnin segi af sér sem fyrst. Auðvitað er þetta gott "djobb" hjá þeim á þinginu og örugglega ekki slæmt að fá milljón á mánuði í kreppunni, en ríkisstjórnin hefur bara ekki traust almennings. Og það sem ríkisstjórnin hefur síðan gert á síðustu vikum er ekki til að auka það.
Ruddust inn í Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2008 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2008 | 08:21
Að taka "bjarnann" á þetta
Fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, hefur sent fjölmiðlum bréf með viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum, í leyfisleysi. Bréfið sem um ræðir fékk borgarfulltrúinn frá stúlku sem á í félagslegum erfiðleikum og nýtur þjónustu unglingaheimilis.
Eitthvað virðast Íslenskir stjórnmálamenn eiga í vandræðum með tölvupóstsendingar til fjölmiðla þessa dagana. Fulltrúi Vinstri Galna sendi fjölmiðlum persónuupplýsingar.
Mín skoðun er að maðurinn eigi að segja af sér störfum samstundis. En við erum náttúrulega á Íslandi þar sem stjórnmálamenn gera ekki mistök, þannig að ég tel það vera mjög ólíklegt að hann geri það.
Það er gaman að búa í bananalýðveldi, eða þannig.
Sendi bréf í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
14.12.2008 | 08:06
Þingmaður Frjálslynda flokksins einn á móti eldsneytishækkun
Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.
Þetta eru auknar álögur á almenning. Þetta hefur áhrif inn í verðtrygginguna og hækkar náttúrulega lánin," segir Grétar. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpi um hækkun áfengisgjalda, en er nú ekki viss um að það hafi verið rétt. Ég sé satt best að segja hálf eftir því. Því það hefur áhrif á vísitöluna líka," segir Grétar og bætir við að hækkun áfengisverðs komi einnig illa niður á veitingastöðum og ferðaþjónustunni. (visir.is)
Enn og aftur sést að Frjálslyndi flokkurinn er með hagsmuni hins almenna borgara að leiðarljósi.
Það væri gott ef fólk mundi muna það í næstu kosningum eða könnunum.
Við þurfum spillingaröflin burt, aldrei aftur Sjálfstæðisflokk/Samfylkingu í ríkisstjórn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 07:54
Hvað ætlar Íslenska ríkisstjórnin að gera?
Nú eru liðnar margar vikur frá því að Gordon Brown og Darling lögðu sitt af mörkum við hrun efnahags Íslands.
Lögfróðir menn, bæði Íslenskir og erlendir hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur og sagt að þessi aðför Breta að Íslandi standist ekki lög.
Eitthvað heyrði ég síðan um að tíminn sem við hefðum til að bregðast við þessu í dómstólum væri að renna út. Afhverju hefur Íslenska ríkisstjórnin ekkert gert?
Vita þeir eitthvað meira en við?
Er verið að blekkja þjóðina enn og aftur?
Ef Bretar eru skaðabótaskyldir gagnvart Íslandi að afhverju er þá ekki búið að fara í mál við þá? Afhverju er ekki verið að reyna að fá skaðabætur frá þeim vegna þessarar árásar á vinaþjóð sína?
Nei nei, til hvers? Ríkisstjórnin fær bara þá fjármuni sem töpuðust með því að hækka skattana hér á landi. Byrjað var á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Hvað verður það næst?
Enn og aftur sjáum við vanhæfi ríkisstjórnarinnar.
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.12.2008 | 07:31
Kreppan og þjófnaður útrásarvíkinganna
Er kreppa á Íslandi ??
Utanríkisráðherra fannst það ekki nokkrum dögum áður en efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi.
Fáeinir auðmenn hafa kostað Íslensku þjóðina hundruði milljarða króna og það með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna sem gáfu þessum auðmönnum bankana.
Sex árum síðar hafa þessir auðmenn farið með landið á hliðina, bankarnir urðu gjaldþrota og tóku með sér efnahagskerfi landsins. Þessir auðmenn hafa á þessum sex árum tekið þúsunda milljarða lán hjá erlendum bönkum og lánastofnunum, þeir peningar eru horfnir.
Þessir auðmenn hófu þá nýja starfsemi í bönkunum, innlán. Með þessum innlánum varð þeim kleyft að stela hundruðum milljarða króna frá erlendum ríkisborgurum sem héldu að þeir væru að ávaxta ævisparnaðinn, svo var ekki.
Með þessum gjörningi hafa auðmennirnir eyðilagt mannorð Íslands sem verður erfitt að fá aftur. Þetta hikuðu þeir ekki við að gera, og þetta gerðu þeir allt með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna!
Í dag eftir hrunið, hafa auðmennirnir komist úr landi með feng sinn og sitja á honum og bíða eins og hrægammar eftir því að kaupa fyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar á brunaútsölu.
Í dag sitja sömu stjórnmálamennirnir allir í stólunum sínum og stjórna landinu, þó aðeins með stuðningi 20-30% þjóðarinnar.
Seðlabankastjórinn hefur aðeins 10% stuðning. Þetta er líka hneyksli og mundi aldrei eiga sér stað í öðrum löndum. Ekki lýðræðislöndum.
Og síðan, þeir sem eru búnir að fá nóg, búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og margir hverjir stóran hluta ævisparnaðarins ákveða að mótmæla þessu óréttlæti, þeir eru kallaðir skríll.
Ríkisstjórnin, stjórn seðlabankans og fjármálaeftirlitis eiga að segja af sér samstundis!
Eignir auðmanna/útrásarvíkingana eiga að verða frystar samstundis og sumarhús og hallir þessara einstaklinga eiga að verða teknar og seldar og andvirðið á að nota í að borga skuldir þeirra. Við skattborgarar eigum ekki að borga skuldir þeirra á meðan þeir lifa í vellystingum af peningum sem þeir hafa stolið af þjóðinni.
Enginn hefur tekið ábyrgð enn, núna meira en tveimur mánuðum eftir hrunið. Afhverju er það? Jú.. við búum í bananalýðveldi og við höfum gert þessum mönnum þetta kleyft með því að kjósa þá.
Ég vona að kjósendur muni, næst þegar kosið verður að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og ekki Samfylkinguna.
14.12.2008 | 07:24
Tæknileg mistök
Vegna smávægilegra mistaka að þá datt hluti bloggsíðu minnar út.
Viðgerð stendur yfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)