17.12.2008 | 11:42
Friðsamleg mótmæli virka ekki
Þrátt fyrir að þúsundir manna og kvenna hafi mótmælt fyrir framan alþingi á síðustu vikum að þá hefur ekkert gerst, ekkert hefur breyst. Ríkisstjórnin horfir niður á mótmælendurna úr fílabeinsturnum sínum og hlær.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins situr enn á sínum ofurlaunum. Stjórn Seðlabankans situr enn á sínum ofurlaunum. Ríkisstjórnin situr enn á sínum ofurlaunum. Þrátt fyrir að eiga stóran hlut í því að leggja hagkerfi landsins í rúst.
Fyrst friðsamleg mótmæli virka ekki að þá verður að fara með þetta á næsta stig. Það segir sig alveg sjálft.
Ég fagna þessum mótmælum og ég vona að ríkisstjórnin segi af sér sem fyrst. Auðvitað er þetta gott "djobb" hjá þeim á þinginu og örugglega ekki slæmt að fá milljón á mánuði í kreppunni, en ríkisstjórnin hefur bara ekki traust almennings. Og það sem ríkisstjórnin hefur síðan gert á síðustu vikum er ekki til að auka það.
Ruddust inn í Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2008 kl. 08:50 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammmála. Það var reynt friðsamlega og EKKERT hefur skéð.....
EGJ (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:21
Ef að allir ákveða það fyrirfram að þau virki ekki, þá munu þau ekki gera það! Vandamálið felst meira í samstöðu.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:24
.....og ofbeldisfull mótmæli virka ennþá síður.
Óli Garðars, 17.12.2008 kl. 12:48
Ég sé nú ekki ofbeldið í því að fara inní banka og syngja. Hvað þá gera "skjaldborg" utan um stjórnarráðið til að varna því að brennuvargar komist inn í húsið .... sem stendur í ljósum logum.
ThoR-E, 17.12.2008 kl. 14:18
Hippó ... skil þig.
Þótt ég setji hérna inn með kosningarnar að þá ... þótt áríðandi sé að koma spilltum Sjálfstæðisflokknum frá völdum sem fyrst, að þá liggur meira á því að koma stjórn Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans .. og bankanna frá.
Ég mundi ekki vilja sjá kommana Vinstri Galna í ríkisstjórn.
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.