Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að taka "bjarnann" á þetta

Fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, hefur sent fjölmiðlum bréf með viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum, í leyfisleysi. Bréfið sem um ræðir fékk borgarfulltrúinn frá stúlku sem á í félagslegum erfiðleikum og nýtur þjónustu unglingaheimilis.  

Eitthvað virðast Íslenskir stjórnmálamenn eiga í vandræðum með tölvupóstsendingar til fjölmiðla þessa dagana. Fulltrúi Vinstri Galna sendi fjölmiðlum persónuupplýsingar.

bananaly_veldi_749960.jpgMín skoðun er að maðurinn eigi að segja af sér störfum samstundis. En við erum náttúrulega á Íslandi þar sem stjórnmálamenn gera ekki mistök, þannig að ég tel það vera mjög ólíklegt að hann geri það.

Það er gaman að búa í bananalýðveldi, eða þannig.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður Frjálslynda flokksins einn á móti eldsneytishækkun

Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.

„Þetta eru auknar álögur á almenning. Þetta hefur áhrif inn í verðtrygginguna og hækkar náttúrulega lánin," segir Grétar. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpi um hækkun áfengisgjalda, en er nú ekki viss um að það hafi verið rétt. „Ég sé satt best að segja hálf eftir því. Því það hefur áhrif á vísitöluna líka," segir Grétar og bætir við að hækkun áfengisverðs komi einnig illa niður á veitingastöðum og ferðaþjónustunni.
(visir.is)

Enn og aftur sést að Frjálslyndi flokkurinn er með hagsmuni hins almenna borgara að leiðarljósi.

Það væri gott ef fólk mundi muna það í næstu kosningum eða könnunum.

Við þurfum spillingaröflin burt, aldrei aftur Sjálfstæðisflokk/Samfylkingu í ríkisstjórn!


Hvað ætlar Íslenska ríkisstjórnin að gera?

gordon_geir.jpgNú eru liðnar margar vikur frá því að Gordon Brown og Darling lögðu sitt af mörkum við hrun efnahags Íslands.

Lögfróðir menn, bæði Íslenskir og erlendir hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur og sagt að þessi aðför Breta að Íslandi standist ekki lög.

Eitthvað heyrði ég síðan um að tíminn sem við hefðum til að bregðast við þessu í dómstólum væri að renna út. Afhverju hefur Íslenska ríkisstjórnin ekkert gert?

Vita þeir eitthvað meira en við?

Er verið að blekkja þjóðina enn og aftur?

Ef Bretar eru skaðabótaskyldir gagnvart Íslandi að afhverju er þá ekki búið að fara í mál við þá? Afhverju er ekki verið að reyna að fá skaðabætur frá þeim vegna þessarar árásar á vinaþjóð sína?

Nei nei, til hvers? Ríkisstjórnin fær bara þá fjármuni sem töpuðust með því að hækka skattana hér á landi. Byrjað var á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Hvað verður það næst?

Enn og aftur sjáum við vanhæfi ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan og þjófnaður útrásarvíkinganna

Er kreppa á Íslandi ??

Utanríkisráðherra fannst það ekki nokkrum dögum áður en efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi.

Fáeinir auðmenn hafa kostað Íslensku þjóðina hundruði milljarða króna og það með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna sem gáfu þessum auðmönnum bankana.

Sex árum síðar hafa þessir auðmenn farið með landið á hliðina, bankarnir urðu gjaldþrota og tóku með sér efnahagskerfi landsins. Þessir auðmenn hafa á þessum sex árum tekið þúsunda milljarða lán hjá erlendum bönkum og lánastofnunum, þeir peningar eru horfnir.

Þessir auðmenn hófu þá nýja starfsemi í bönkunum, innlán. Með þessum innlánum varð þeim kleyft að stela hundruðum milljarða króna frá erlendum ríkisborgurum sem héldu að þeir væru að ávaxta ævisparnaðinn, svo var ekki.

Með þessum gjörningi hafa auðmennirnir eyðilagt mannorð Íslands sem verður erfitt að fá aftur. Þetta hikuðu þeir ekki við að gera, og þetta gerðu þeir allt með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna!

Í dag eftir hrunið, hafa auðmennirnir komist úr landi með feng sinn og sitja á honum og bíða eins og hrægammar eftir því að kaupa fyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar á brunaútsölu.

Í dag sitja sömu stjórnmálamennirnir allir í stólunum sínum og stjórna landinu, þó aðeins með stuðningi 20-30% þjóðarinnar.

Seðlabankastjórinn hefur aðeins 10% stuðning. Þetta er líka hneyksli og mundi aldrei eiga sér stað í öðrum löndum. Ekki lýðræðislöndum.

Og síðan, þeir sem eru búnir að fá nóg, búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og margir hverjir stóran hluta ævisparnaðarins ákveða að mótmæla þessu óréttlæti, þeir eru kallaðir skríll.

Ríkisstjórnin, stjórn seðlabankans og fjármálaeftirlitis eiga að segja af sér samstundis!

Eignir auðmanna/útrásarvíkingana eiga að verða frystar samstundis og sumarhús og hallir þessara einstaklinga eiga að verða teknar og seldar og andvirðið á að nota í að borga skuldir þeirra. Við skattborgarar eigum ekki að borga skuldir þeirra á meðan þeir lifa í vellystingum af peningum sem þeir hafa stolið af þjóðinni.

Enginn hefur tekið ábyrgð enn, núna meira en tveimur mánuðum eftir hrunið. Afhverju er það? Jú.. við búum í bananalýðveldi og við höfum gert þessum mönnum þetta kleyft með því að kjósa þá.

Ég vona að kjósendur muni, næst þegar kosið verður að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og ekki Samfylkinguna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband