Íslensku olíufélögin halda að sér höndum

oil.jpgEnn ein lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Nú er fatið komið niður í 35 dollara og hefur lækkað um 76% síðan í júlí en þá var fatið í 147 dollurum. Á þeim tíma fór eldsneytisverðið hér á Íslandi upp í tæpar 180 krónur enda hafði krónan hríðfallið, ofan á þessa olíuhækkun.

Eftir að hlutirnir hér á landi löguðust aðeins og krónan hækkaði ásamt því að heimsmarkaðsverðið á olíu lækkaði að þá byrjuðu íslensku olíufélögin að lækka verðið hjá sér og var bensínlítrinn kominn niður í c.a 135 krónur.

En á þeim tímapunkti ákváðu stjórnvöld að gefa landsmönnum jólagjöfina þetta árið og voru álögur á eldsneyti hækkaðar umtalsvert (ásamt tóbaki og áfengi) og hækkaði bensínlítrinn eftir því. Eftir þessa aðför stjórnvalda að neytendum hafa olíufélögin ekki lækkað verðið hjá sér um krónu. Þrátt fyrir að krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverðið hafi lækkað um 10-15 dollara síðan. 

oliufelogin.jpgÞað er alveg með ólíkindum að bensínverðið kosti þetta, á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra árum saman. Vissulega er krónan ekki orðin eins sterk og hún var en hefur þó hækkað um 20% ef ég man rétt.

Það er spurning hvort olíufélögin eigi kannski svo miklar birgðir á "dýra" verðinu og geti ekki lækkað strax, en það er yfirleitt afsökunin.

Það er augljóst að á Íslandi ganga neytendur ekki fyrir.


mbl.is Olían lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Nei, ég tók það fram í pistlinum.

En núna eftir að krónan var sett á flot að þá hefur hún styrkst um c.a 20 prósent ... þannig að ...

Spurningin er bara að þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað úr 147 dollurum á fatið í 35 dollara á fatið ... að þá sé möguleiki á lækkun verðs á eldsneyti hér á landi.

En vissulega er krónan ekki orðin eins og hún var..

ThoR-E, 25.12.2008 kl. 18:34

2 identicon

það er mikið rétt að krónan féll á þessum tíma

en heimsmarkaðsverð hefur lækkað um 112 dollara á tunnu.

og nú þegar krónan er að styrkjast... bensínið er ennþá rándýrt hér á Íslandi.

þetta er eins og lélegur brandari.

bensínsvelgur (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: ThoR-E

Má vera Árni ..

Maður er bara orðinn sæmilega þreyttur á þessum hækkunum ... matvara, húsgögn, raftæki ... bensín ofl. ofl ofl ...

Einhvernvegin finnst manni liggja meira á því að bjóða fólkinu í landinu upp á almennileg og viðunnandi lífsskilyrði ... en að borga skuldir útrásarvíkinga/bankaeigenda ... en stjórnvöld virðast vera á annari skoðun.

ThoR-E, 25.12.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eru ekki olíufélögin að fá gjaldeyri á "Seðlabankagenginu?" - Ef svo hafa þau enga afsökun fyrir að lækka ekki verðið.

Haraldur Bjarnason, 26.12.2008 kl. 08:08

5 identicon

Bensínverð á Íslandi er eitt það ódýrasta í evrópu (meginlandið), þrátt fyrir gengið. Ég bý erlendis og hef síðstu 4 árin getað notað einfalda reknisformúlu til að miða við verð heima hjá mér og hér á landi hún er "verð heima x 1.8 x gengið á € samasem verðið hér" nú nota ég 1.4 sem er 28% lægra miðað við áður. T.d á Spáni er líterinn af 95 á um 160kr og í Frakklandi um 200kr.

Ingi (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kvitta bara og segja að ég er búin að segja mitt álit á skoðanakönnunni..

Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 17:07

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

TIl að geta fengið rétt bensín verð til samanburðar milli landa verður að bera það saman í vinnustundum annað er ekki marktækt. ´Búin að svara könnuninni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.12.2008 kl. 00:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband